Þjónusta
Fyrir þigÞað sem við gerum
Við bjóðum upp á alhliða vefhönnun og uppsetningu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, félög og samtök. Allt frá því að hanna nýjan vef frá grunni eða lagfæra eldri vefi og gefa þeim nýtt útlit og aukið notagildi.
Núorðið notum við WordPress mikið í okkar verkefni. Ástæður þess eru helstar þær að því kerfi er viðhaldið af stórum hópi þróara, mikið úrval er til af viðbótum við kerfið, og auðvelt er að láta það gera nánast allt sem manni dettur í hug.
Auk hefðbundinnar þjónustu við vefi bjóðum við uppá umbrot og myndvinnslu, og getum einnig séð um myndatöku efnis ef þess er óskað.

Viðskiptavinir
Meðal viðskiptavina Vefrúnar í gegnum tíðina eru Orkustofnun, Jarðhitafélag Íslands, Landsgildi St Georgs skáta á Íslandi, IDDP (Iceland Deep Drilling Project), Enex, Hex.is, Hitaveita Suðurnesja, Nordiga ráðgjöf ehf, Hitaveita Skagafjarðar og fleiri.
Einnig höfum við verið í samstarfi við þekkt hugbúnaðarhús, og sinnt fyrir þau ýmsum verkefnum á sviði útlits og forritunar.
Auk þess höfum við aðstoðað fjöldan allan af einstaklingum við að koma upp vefsíðum um sig og sína. Við höfum hannað fjöldan allan af útlitum, bæði einföldum og flóknum, allt eftir óskum viðskiptavinarins.